„Ég er ótrúlega ánægður og ótrúlega stoltur. Þetta er stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég get ekki beðið eftir að byrja," sagði Rúnar Alex Rúnarsson í viðtali við heimasíðu Arsenal eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið í dag.
Rúnar Alex kemur til Arsenal eftir tvö ár hjá Dijon í Frakklandi.
„Þetta er eitt af stærstu félögum í heimi. Þeir hafa unnið ensku úrvalsdeildina 13 sinnum og enska bikarinn 14 sinnum. Þetta er risa félag sem spilar í ensku úrvalsdeildinni."
„Ég veit að ég mun þurfa að leggja mikið á mig en ég er tilbúinn að gera allt sem ég get til að fá eins margar mínútur og hægt er."
Hjá Arsenal hittir Rúnar markmannsþjálfarann spænska Inaki Cana en þeir unnu saman hjá Nordsjælland í Danmörku á sínum tíma.
„Samband okkar hefur verið mjög gott síðan við kynntumst fyrir fjórum árum," sagði Rúnar Alex.
„Við höfum haldið sambandi þegar ég var í Frakklandi og hann var að þjálfa hér í Englandi."
„Staðreyndin er sú að það er mjög mikilvægt fyrir mig að þekkja einhvern hér og að hér sé einhver sem þekkir hæfileika mína, hvað ég þarf að bæta og hvað ég er að koma með til félagsins. Ég held að við pössum mjög vel saman, í annað skipti á ferlinum!"
Athugasemdir