Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 21. september 2020 16:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur keypt markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson í sínar raðir frá franska félaginu Dijon.

Rúnar Alex skrifaði undir fjögurra ára samning hjá Arsenal í dag en talið er að kaupverðið hljóði upp á 1,6 milljónir punda.

Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal og Matt Macey hefur byrjað tímabilið sem varamarkvörður en hann gæti verið á förum.

Arsenal hefur einnig verið að skoða David Raya, markvörð Brentford, en það ætti að skýrast á næstu vikum hvort Rúnar verði varamarkvörður Arsenal eða þriðji markvörður.

Hinn 25 ára gamli Rúnar er uppalinn hjá KR en hann gekk í raðir Nordsjælland í Danmörku árið 2014. Þaðan fór hann til Dijon sumarið 2018.

Rúnar Alex verður í treyju númer 13 hjá Arsenal.

Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner