Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. september 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli: Svo leiðinlegt að fara alltaf í þessa tölfræði
Sjálfstraust fyrir framherja er það mikilvægasta í fótbolta
Sjálfstraust fyrir framherja er það mikilvægasta í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ógeðslega gaman að keppa í þessari deild
Ógeðslega gaman að keppa í þessari deild
Mynd: Per Kjærbye
Svona er bara fótboltinn, þú þarft að skora mörk, vinna leiki og safna stigum.
Svona er bara fótboltinn, þú þarft að skora mörk, vinna leiki og safna stigum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, leikmaður U21 landsliðsins, var til viðtals fyrir æfingu liðsins í gær. Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku sem hefur ekki byrjað vel á tímabilinu, liðið er í neðsta sæti deildarinnar og átta stigum frá öruggu sæti.

„Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana, sama hvernig gengur úti en kannski sérstaklega núna. Okkur er ekki búið að ganga vel, erum ekki búnir að vera safna stigum en erum búnir að vera spila ágætlega. Við erum að spila ágætlega á milli teiganna en í teigunum báðu megin erum við ekki búnir að vera góðir. Ég mun klárlega njóta þess að vera hérna og vonandi hjálpar þessi pása okkur í Lyngby," sagði Sævar.

Sævar gekk í raðir Lyngby fyrir rúmu ári síðan og fór með liðinu upp úr B-deildinni í vor.

„Viðbrigðin eru klárlega mikil, ég myndi ekki segja að fisíkst lega séð væru rosalega miklar breytingar en menn bara refsa. Þú ert að spila gegn gæðameiri mönnum, þeir refsa fyrir hver einustu mistök og við erum búnir að gera dálítið mikið af einstaklingsmistökum. Það eru leikmenn inn á milli sem eru hrikalega góðir í fótbolta og ógeðslega gaman að keppa í þessari deild. Ég hef bullandi trú á því að við séum að fara safna stigum."

Næsti leikur Lyngby er útileikur gegn Bröndby á Bröndby Stadium sem tekur 29 þúsund manns í sæti.

„Maður finnur að það þetta er miklu stærra, það eru fleiri að mæta á heimaleikina okkar og ég get ekki beðið eftir að fara á eftir þessa stóru velli. Núna erum við með þrjú stig og hver einasti áhorfandi mun halda að Lyngby sé að fara tapa á móti Bröndby. Það mun hjálpa okkur, að fara á þessa stóru velli þar sem allir munu búast við því að við séum að fara tapa. Við erum að fara stríða þeim liðum, það er klárt."

„Núna þurfum við að fara taka ábyrgð, það er alltof mikið af einstaklingsmistökum, erum búnir að vera spila ágætlega ef horft er í tölfræðina en það er samt svo leiðinlegt að fara alltaf í þessa tölfræði. Svona er bara fótboltinn, þú þarft að skora mörk, vinna leiki og safna stigum. Það er kannski komin smá pressa á okkur að vinna leik og nú erum við að fara inn í október þar sem við eigum 2-3 heimaleiki sem henta okkur kannski vel. Við verðum bara að vinna þessa leiki."


Lyngby hefur einungis skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjunum. „Við erum alltaf að æfa okkur í því að kára færi. Við erum ekki búnir að vera nægilega góðir fyrir framan markið, sjálfstraust fyrir framherja er það mikilvægasta í fótbolta og fyrir alla í liðinu. Um leið og við förum að ná að koma boltanum í markið þá kemur þetta," sagði Sævar.
Allir í klefanum elska Alfreð - „Fjárhagslega já"
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner