Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Laugardalnum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var umdeilt atvik í sigri HK gegn Þrótti í undanúrslitum í umspili um sæti í Bestu deildinni í dag.

HK fékk vítaspyrnu snemma leiks þegar Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, taldi að Eiríkur Þorsteinsson Blöndal hafi brotið á Degi Orra Garðarssyni.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

Dagur skoraði sjálfur úr vítinu og kom HK í tveggja marka forystu í einvíginu eftir 4-3 sigur í Kórnum.

„Þetta var bara rangur dómur og það er óheppilegt fyrir okkur. Mjög leiðinlegt í svona úrslitaleik að það sé tekin ákvörðun um að dæma víti á eitthvað sem er ekkert víti. Mér finnst það svona almennt í svona stórum leikjum að þú verður að vera alveg handviss þegar þú ætlar að dæma víti. Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, í viðtali á Fótbolta.net eftir leikinn.

HK vann leikinn í dag 3-2 og samanlagt 7-5 og mætir Keflavík í úrslitum um sæti í Bestu deildinni. Á myndbandsupptöku virðist þetta vera kolrangur dómur þar sem Eiríkur virðist ekki fara í Dag. Hafliði Breiðafjörð var með myndavélina á lofti og náði atvikinu á filmu. Eins og sést á fyrstu myndinni er klárlega snerting.


Athugasemdir
banner