Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
banner
   sun 21. september 2025 18:33
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum í fínum séns á að fara upp beint um daginn og góðum séns á að komast á Laugardalsvöll í þessu einvígi, en það tókst ekki," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar eftir tap fyrir HK í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

„Við erum auðvitað að fá á okkur svolítið mikið af mörkum. Ef ég skoða leikina sjálfa, þá fannst mér við spila mjög vel í þessum leik þar sem við töpum 4-3 en gerum bara mistök sem að kosta, en spilamennskan var frábær. Í dag var þetta kannski meira stress, við fáum á okkur gefins mark eftir tvær mínútur, sem drepur aðeins stemninguna og taktinn. Þurfum að fara upp stóra og bratta brekku strax í byrjun. Mér fannst við aðeins of lengi að bregðast við því en svo í seinni hálfleik fannst mér við komast í gang og erum sanngjarnt komnir inn í þennan leik þegar líður á," sagði Sigurvin.

HK fékk víti í upphafi leiks sem Þróttarar voru alls ekki ánægðir með.

„Þetta var bara rangur dómur og það er óheppilegt fyrir okkur. Mjög leiðinlegt í svona úrslitaleik að það sé tekin ákvörðun um að dæma víti á eitthvað sem er ekkert víti. Mér finnst það svona almennt í svona stórum leikjum að þú verður að vera alveg handviss þegar þú ætlar að dæma víti. Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það," sagði Sigurvin.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir