Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 16:15
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand vill að Tuanzebe verði byrjunarliðsmaður
Axel Tuanzebe.
Axel Tuanzebe.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand telur að Axel Tuanzebe eigi að vera byrjunarliðsmaður hjá Manchester United en varnarmaðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Paris-Saint Germain í gær.

Þessi 22 ára leikmaður hefur ekki fengið marga leiki hjá United og spilaði síðast í desember í fyrra, gegn Colchester í Carabao deildabikarnum,

Hann spilaði í þriggja miðvarða kerfi í gær og náði að halda í við hraðann í Kylian Mbappe.

Varnarleikur United hefur verið talsvert í umræðunni en Harry Maguire hefur verið langt frá sínu besta og Victor Lindelöf barist við Eric Bailly um sætið við hlið hans í miðverðinum.

Ferdinand telur að Solskjær ætti að sýna Tuanzebe traustið.

„Þetta er sú staða þar sem United hefur verið í mestum vandræðum í nokkurn tíma. Tuanzebe var að spila sinn fyrsta leik í tíu mánuði og þegar þú kemur út úr kuldanum og spilar svona þá áttu að vera verðlaunaður," segir Ferdinand.

Owen Hargreaves tekur undir þetta og segir að Tuanzebe hafi sýnt styrk sinn í baráttunni gegn Mbappe.

„Hann er ekki að fara út úr liðinu. Hann er fæddur íþróttamaður," segir Hargreaves.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner