Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Reyndu kannski að herma eftir Leicester
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður að byrja Meistaradeildina á sigri, en City hafði betur gegn Porto á heimavelli sínum, 3-1.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Sterkur sigur Liverpool - Meistararnir byrja vel

Guardiola fannst Porto spila svipaða taktík og Leicester gerði gegn Man City á dögunum, en þá vann Leicester 5-2 sigur.

„Ég er ánægður með allan leikinn, við vissum hversu erfitt þetta yrði," sagði Guardiola.

„Þeir eru besta liðið í Portúgal ásamt Benfica. Þeir spiluðu varnarsinnað með fimm leikmenn til baka. Við þurftum að vera þolinmóðir."

„Kannski sáu þeir Leicester vinna okkur 5-2 um daginn og reyndu að herma eftir því sem þeir gerðu."

Fernandinho meiddist í kvöld og Guardiola óttast að Brasilíumaðurinn verði frá í nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner