Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Sterkur sigur Liverpool - Meistararnir byrja vel
Flottur sigur hjá Liverpool.
Flottur sigur hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Meistarar Bayern byrja vel.
Meistarar Bayern byrja vel.
Mynd: Getty Images
Lukaku var bjargvættur Inter.
Lukaku var bjargvættur Inter.
Mynd: Getty Images
Mikael kom inn á í stóru tapi Midtjylland gegn Atalanta.
Mikael kom inn á í stóru tapi Midtjylland gegn Atalanta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool byrjar Meistaradeildina þetta tímabilið sterkum útisigri gegn Ajax í Hollandi.

Eins og flestir vita þá var Liverpool án varnarmannsins Virgil van Dijk sem verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla. Fabinho fór í vörnina við hlið Joe Gomez í stað Van Dijk.

Eftir um hálftíma leik í Amsterdam fékk Quincy Promes gott færi fyrir Ajax en Adrian gerði vel í að verja skot hans. Stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins og var það Nicolas Tagliafico, bakvörður Ajax, sem gerði það - en í rangt mark. Skot Sadio Mane fór af Tagliafico og í markið.

Bæði lið hefðu getað skorað fyrir leikhlé en staðan var 1-0 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks átti Davy Klaassen skot í stöng, en það var líklega besta færi Ajax í seinni hálfleiknum.

Liverpool náði að landa sigrinum, lokatölur 1-0 og góður útisigur þeirra staðreynd. Liverpool er með þrjú stig í D-riðli eins og Atalanta sem vann stórsigur á Midtjylland í Danmörku. Mikael Neville Anderson spilaði frá 87. mínútu með Midtjylland.

Bayern hefur titilvörnina á stórsigri
Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München hefja titilvörn sína á stórsigri; þeir burstuðu Atletico Madrid á heimavelli, 4-0.

Þetta var þægilegt hjá Bayern í kvöld sem er með þrjú stig í A-riðli. Salzburg og Lokomotiv Moskva eru með eitt stig hvort eftir 2-2 jafntefli fyrr í dag.

Romelu Lukaku bjargaði því að Inter tapaði ekki gegn Borussia Mönchengladbach, og Man City vann endurkomusigur gegn Porto á heimavelli. Olympiakos vann 1-0 sigur á Marseille á heimavelli, en Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos.

A-riðill:
Bayern 4 - 0 Atletico Madrid
1-0 Kingsley Coman ('28 )
2-0 Leon Goretzka ('41 )
3-0 Corentin Tolisso ('66 )
4-0 Kingsley Coman ('72 )

B-riðill:
Inter 2 - 2 Borussia M.
1-0 Romelu Lukaku ('49 )
1-1 Ramy Bensebaini ('63 , víti)
1-2 Jonas Hofmann ('84 )
2-2 Romelu Lukaku ('90 )

C-riðill:
Manchester City 3 - 1 Porto
0-1 Luis Diaz ('14 )
1-1 Sergio Aguero ('21 , víti)
2-1 Ilkay Gundogan ('65 )
3-1 Ferran Torres ('73 )

Olympiakos 1 - 0 Marseille
1-0 Koka ('90 )

D-riðill:
Ajax 0 - 1 Liverpool
1-0 Nicolas Tagliafico ('35 , sjálfsmark)

Midtjylland 0 - 4 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('26 )
0-2 Alejandro Gomez ('36 )
0-3 Luis Muriel ('42 )
0-4 Aleksey Miranchuk ('89 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Ekki mikil martröð eftir allt saman
Athugasemdir
banner
banner