Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Mun fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni
Heimavöllurinn með minna vægi
Everton fagnar marki á þessu tímabili.
Everton fagnar marki á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
3,6 mörk hafa verið skoruð að meðaltali í leik í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en sannkallað markaregn hefur verið í leikjunum hingað til.

Fyrsti markalausi leikurinn var á mánudag þegar Burnley og WBA áttust við.

Undanfarin tímabil hafa verið 2,6-2,8 mörk að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni en mörkunum hefur fjölgað mjög mikið. Í grein The Athletic í dag er talað um að áhorfendaleysi og styttra undirbúningstímabil geti haft áhrif á þessar tölur.

Í Serie A á Ítalíu er sama uppi á teningnum en þar hafa verið skoruð 3,7 mörk að meðaltali í leik hingað til samanborið við 2,7 mörk að meðaltali í leik undanfarin ár.

Á Spáni hefur tölfræðin farið í hina áttina en þar hafa einungis verið 2,2 mörk að meðaltali í leik í byrjun tímabils.

The Athletic bendir einnig á að vægi heimavallarins virðist hafa minnkað í áhorfendaleysinu. Sigur Manchester City á Arsenal var eini heimasigurinn í ensku úrvalsdeildinni í síðustu umferð á meðan fimm útisigrar og fjögur jafntefli litu dagsins ljós í þýsku úrvalsdeildinni í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner