Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. október 2021 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Werner og Lukaku gætu misst af nokkrum leikjum
Mynd: EPA
Chelsea verður án Timo Werner og Romelu Lukaku í næstu leikjum ef marka má nýjustu orð Thomas Tuchel þjálfara.

Lukaku og Werner meiddust báðir í fyrri hálfleik í 4-0 sigri gegn Malmö í riðlakeppni Meistaraedeildarinnar. Fyrst var talið að þeir yrðu frá í nokkra daga en nú gætu þetta verið nokkrar vikur.

Lukaku sneri sig á ökkla á meðan Werner meiddi sig aftan á hné.

„Þetta mun taka smá tíma fyrir þá báða, þeir munu missa af nokkrum leikjum," sagði Tuchel sem var gagnrýndur fyrir að byrja með þá báða í heimaleik gegn talsvert lakara liði Malmö.

„Ég hefði ekki látið þá byrja leikinn ef ég vissi að þetta myndi gerast en hvernig gat ég vitað það? Við þurftum að hafa Romelu inná í þessum leik, hann er mikilvægur fyrir liðíð og vill byrja að skora aftur fyrir liðið sem fyrst. Þess vegna byrjaði hann.

„Við höfum áður unnið leiki án Werner og Lukaku. Við viljum ekki þurfa að glíma við svona vandamál en þetta er eitthvað sem gerist. Við munum finna lausnir."


Chelsea á leiki framundan við Norwich, Southampton, Newcastle, Malmö og Burnley.
Athugasemdir
banner
banner