Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 21. október 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard fór heim með liðsrútunni eftir að hann var rekinn
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Brottrekstur Steven Gerrard úr stjórastól Aston Villa er högg fyrir orðspor hans og stolt. Villa er við fallsætið og eftir 3-0 tap gegn Fulham í gær var hann látinn taka pokann sinn.

Íþróttafréttamenn sem voru á leiknum skynjuðu það í hegðun Gerrard að hann vissi hvað væri í aðsigi.

Samkvæmt The Athletic þá var Gerrard rekinn strax eftir fréttamannafundinn eftir leikinn. Hann ferðaðist samt með liðsrútunni aftur til baka.

Þegar rútan kom á æfingasvæðið hélt hann stutta ræðu og kvaddi leikmenn.

Sjá einnig:
„Of stórt starf fyrir Gerrard - Beale bar hann uppi“

Aaron Danks, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri Coventry City akademíunnar, stýrir liðinu þegar Brentford kemur í heimsókn á Villa Park á sunnudag. Danks kom hingað til lands árið 2008 og var þá þjálfari hjá knattspyrnuakademíu Íslands.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir