Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 21. október 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ef þetta gerðist þá biðst ég innilegrar afsökunar
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool eru ekkert alltof sáttir við afsökunarbeiðnina sem Pep Guardiola, stjóri Manchester City, bauð uppá á blaðamannafundi í dag.

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu eftir 1-0 sigurinn á Manchester City síðustu helgi.

Lítill stuðningsmannahópur Man City söng níðsöngva um Hillsborough-slysið og hefur Liverpool þegar tilkynnt það til enska knattspyrnusambandsins. Man City hefur ekkert tjáð sig um þetta atvik síðan leiknum lauk.

Guardiola var spurður út í þessa söngva á blaðamannafundi í dag og baðst afsökunar, en hann segist ekki hafa orðið var við þessa söngva og hljómaði svolítið eins og hann sé að draga þetta atvik í efa.

„Ég heyrði ekki þessa söngva. Ef þetta gerðist þá biðst ég innilegrar afsökunar," sagði Guardiola á blaðamannafundi.

„Ef þetta er það sem gerðist þá vil ég koma því á framfæri að hvorki við sem lið né félagið stendur fyrir. En ekki hafa áhyggjur, við getum hagað okkur fullkomlega eftir þessi mistök. Það verður ekkert vandamál," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner