Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. nóvember 2020 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea á toppinn eftir sigur á Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle 0 - 2 Chelsea
0-1 Federico Fernandez ('10 , sjálfsmark)
0-2 Tammy Abraham ('65 )

Chelsea vann nokkuð sannfærandi sigur á Newcastle þegar liðin áttust við á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni.

Argentíski varnarmaðurinn Federico Fernandez kom Chelsea yfir á tíundu mínútu með slysalegu sjálfsmarki. Newcastle-menn vildu fá brot en fengu ekkert.

Chelsea var með yfirburði en snemma í seinni hálfleiknum fékk Isaac Hayden gott tækifæri til að jafna eftir mistök Antonio Rudiger. Hayden slapp einn í gegn en setti boltann yfir markið.

Newcastle átti fínan kafla í byrjun seinni hálfleiks, en Chelsea refsaði þeim fyrir að jafna ekki metin. Á 65. mínútu skoraði Tammy Abraham eftir undirbúning Þjóðverjans Timo Werner.

Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0 fyrir Chelsea sem fer á topp deildarinnar með 18 stig. Þetta er þó fyrsti leikur helgarinnar og ólíklegt að Chelsea verði á toppnum þegar helgin er búin, en Leicester er í öðru sæti, einnig með 18 stig og með leik til góða. Newcastle er í 13. sæti með 11 stig.

Klukkan 15:00 hefst leikur Aston Villa og Brighton. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin
Athugasemdir
banner
banner
banner