Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. nóvember 2021 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svaraði fyrir um þrjá leikmenn sem hafa verið orðaðir við KA
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hringt í Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Þar var hann spurður út í þrjá leikmenn sem hafa verið orðaðir við KA fyrir næstu leiktíð; Adam Örn Arnarson, Davíð Örn Atlason og danska sóknarmanninn Thomas Mikkelsen.

„Það er ekkert til í þessu með Thomas Mikkelsen. Við erum með fína sóknarmenn í Ásgeiri (Sigurgeirssyni) og Elfari (Árna Aðalsteinssyni)," sagði Sævar.

„Við spurðumst fyrir um Davíð Örn. Það hefur ekkert farið lengra en að við sendum fyrirspurn á Blika. Ég held að það sé langsótt. Fjölskylduaðstæður hjá Davíð eru þannig að það mun ekki ganga. Hann er í grunninn gamall KA-maður og við vildum fá hann norður, en ég held að það muni ekki ganga."

„Adam Örn, við spurðumst fyrir hann í júlí. Við enduðum með að taka Mark Gundelach. Við forvitnuðumst með Adam. Niðurstaðan var þá að hann ætlaði ekki að koma heim strax. Við höfum ekki endurvakið þann áhuga eftir tímabilið."

KA hafnaði í fjórða sæti efstu deildar á síðustu leiktíð og rétt missti af Evrópusæti.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Stóru málin í íslenska og enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner