Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mán 21. nóvember 2022 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma að fá Solbakken frá Bodö/Glimt
Solbakken í leik gegn Roma á síðasta tímabili.
Solbakken í leik gegn Roma á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Ola Solbakken er að ganga í raðir Roma á frjálsri sölu frá Bodö/Glimt. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter í dag.

Samningur Solbakken við Bodö/Glimt rennur út um áramótin. Hann er á leið í læknisskoðun og mun svo skrifa undir samning.

Solbakken er 24 ára hægri kantmaður sem leikið hefur með Bodö/Glimt síðustu þrjú tímabil. Hann á að baki fjóra leiki fyrir norska landsliðið.

Solbakken er einn af fjórum leikmönnum Bodö/Glimt sem yfirgefur félagið eftir tímabilið 2022. Alfons Sampsted er einnig á förum sem og þeir Nikita Haikin og Anders Ågnes Konradsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner