Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 22. janúar 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Keflavík framlengir við tvo leikmenn
Kvenaboltinn
Mynd: Keflavík
Keflavík stendur enn í ströngu að semja við leikmenn kvennaliðsins fyrir komandi tímabil í 1. deildinni og var að klára samninga við tvo leikmenn.

Að þessu sinni eru það þær Kristrún Ýr Hólm og Þóra Kristín Klemenzdóttir.

Þær eru báðar Keflvíkingar sem hafa lengi verið lykilleikmenn með liðinu.

Kristrún er fædd 1995 og er með 102 meistaraflokksleiki að baki.

Þóra Kristín er fædd 1998 og er með 83 meistaraflokksleiki að baki.

„Það er mikill fengur að halda stelpum sem hafa spilað lengi fyrir félagið það skapar ákveðinn stöðugleika og viðheldur kjarnanum og liðsheildinni sem einkennir hópinn," segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner