Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   fös 22. janúar 2021 15:39
Elvar Geir Magnússon
Lampard var pirraður á fréttamannafundi
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segist ekki hlusta á vangaveltur um sína framtíð í fjölmiðlum en hann sé þó meðvitaður um þá pressu sem fylgir því að halda um stjórnartaumana hjá Chelsea.

Chelsea tapaði fyrir Leicester á þriðjudaginn og er sem stendur í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni. Talað er um að sæti Lampard sé orðið heitt.

Chelsea hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum í öllum keppnum. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Julian Nagelsmann hjá RB Leipzig sé efstur á blaði ef Lampard fær sparkið.

Lampard virkaði pirraður á fréttamannafundi í dag.

„Ég fylgist ekki með umræðunni en ég er ekki heimskur. Ég veit hvaða pressa fylgir því að vera stjóri hjá toppliði. Ég vinn samt bara mína vinnu og les ekki fjölmiðlana," sagði Lampard á fundinum

Liam Twomey, blaðamaður á The Athletic, spurði Lampard út í það hvort sjálfstraust vantaði í liðið?

„Hreint út sagt þá held ég að sjálfstraust þeirra væri í molum ef þeir myndu lesa það sem þú ert að skrifa," sagði Lampard og sakaði Twomey um óvönduð vinnubrögð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 21 16 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 17 16 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner