Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. janúar 2021 09:32
Arnar Helgi Magnússon
Spennandi tímar á Selfossi - Ný höll og sex sumarmót framundan
Glæsilegt svæði - Alark og Verkís hanna nýju knattspyrnuhöllina
Glæsilegt svæði - Alark og Verkís hanna nýju knattspyrnuhöllina
Mynd: Selfoss
Alltaf sumar á Selfossi
Alltaf sumar á Selfossi
Mynd: Selfoss
Gunnar Borgþórsson er yfirþjálfari knattspyrnudeildar Selfoss
Gunnar Borgþórsson er yfirþjálfari knattspyrnudeildar Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru spennandi tímar framundan í knattspyrnulífinu á Selfossi. Selfyssingar endurnýjuðu í haust gervigrasið sitt og næsta sumar verður tekið í gagnið nýtt knattspyrnuhús. Á þessu glæsilega svæði Selfyssinga verða síðan haldin sex sumarmót þetta árið.

Gunnar Borgþórsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar Selfoss, segir að aðstaðan á Selfossi sé að verða sú allra besta á landinu.

„Bæjarfélagið hefur með okkur lagt mikinn metnað í uppbyggingu svæðisins og aðstaðan orðin þannig að við treystum okkur til þess að taka á móti erlendum gestum, landsliðum og halda framúrskarandi knattspyrnumót fyrir yngri flokka. KSÍ hefur komið með yngri landsliðin sín hingað og vonandi mun það halda áfram." segir Gunnar.

Selfyssingar tóku ákvörðun fyrir nokkrum árum síðar að fara af stað með yngri flokka mót þegar vitað var að einungis nokkur ár væri í það að aðstaðan yrði fyrsta flokks.

„Við vissum að aðstaðan væri að verða það góð að við treystum okkur til að halda góð ódýr mót. Margir leikir á stuttum tíma, mikill tími með þjálfara fyrir og eftir leik, fjölskylduvænt þar sem allir spila fyrir hádegi um helgar og eftir vinnu virka daga," segir Gunnar

„Leikmaðurinn, þjálfarinn og fjölskyldan eru forgangsatriði þegar við setjum upp mótin. Við viljum fá alla fjölskylduna á Selfoss án þess að það kosti mikið. Hér á fjölskyldan að geta notið þess að vera saman, horft og stutt sitt fólk í boltanum fyrir hádegi og notið svo dagsins saman hvort sem það er hér í Árborg eða heima."

„Þjálfarar fá hér tíma með liðunum, geta hitt aðra þjálfara og spjallað í góðri þjálfaraaðstöðu og góðum veitingum og líka verið komnir heim til sinnar fjölskyldu eftir frábæran morgun á Selfossi."


Eins og fyrr segir munu Selfyssingar standa fyrir sex sumarmótum þetta árið:
5-6. júní - Jakómótið - 7. flokkur karla yngra ár
12-13. júní - Set mótið - 6. flokkur yngra ár
19-20. júní - Selfossmótið - 7. flokkur eldra ár
24. júní - Lindex mótið - 6. flokkur kvenna
19-22. júlí - Gullmót Hótel Selfoss - 3. flokkur A og B lið
6-8. ágúst - Olísmótið - 5. flokkur karla

„Mótin eiga það eitt sameiginlegt, fótboltinn er í fyrsta sæti.
Við leggjum mikið upp úr því að krakkarnir spili mikið á sem stystum tíma og að liðin hafi tíma með þjálfurum fyrir og eftir leik"


Meistaraflokkar Selfoss, bæði karla og kvenna, halda utan um dómgæslu á sumarmótunum með aðstoð leikmanna úr 2. og 3. flokki. Dómararnir munu ekki einungis halda á flautunni heldur verða þeir leikmönnum innan halds og traust á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner