Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. janúar 2022 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Heimskulegar ákvarðanir í aðdragandanum
,,Barnalegt tap
Mynd: Getty Images
West Ham tapaði naumlega gegn Manchester United á Old Trafford í dag. Marcus Rashford gerði eina mark leiksins á lokasekúndunum.

David Moyes er ánægður með frammistöðu sinna manna og fannst Hamrarnir verðskulda stig úr leiknum.

„Við spiluðum góðan leik. Við áttum ekki skilið að sigra en við áttum heldur betur skilið að krækja í stig. Þetta var barnalegt tap, það er fáránlegt að fá svona mark á sig á lokasekúndunum. Við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir það, strákarnir tóku nokkrar heimskulegar ákvarðanir í aðdragandanum," sagði Moyes.

„Við komum ekki hingað til að gera jafntefli eða tapa en þetta var erfiður leikur og ég get ekki kvartað undan vinnuframlagi minna manna. Súrt tap en lífið heldur áfram."

Miðjumaðurinn öflugi Declan Rice var meðal bestu manna vallarins og bar höfuð og herðar yfir samherja sína í West Ham í dag.

„Jafntefli hefði verið sanngjarnt þar sem hvorugt liðið fékk mikið af færum. Það er skellur að gefa þeim sigurmark á síðustu 20 sekúndum leiksins. Ótrúlega kærulaust af okkur," sagði Rice.
Athugasemdir
banner
banner
banner