Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. janúar 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Schalke skoraði fimm - AZ þremur stigum frá Evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum kvöldsins og gekk Guðlaugi Victori Pálssyni best þar sem hann bar fyrirliðaband Schalke gegn Aue í þýsku B-deildinni.

Schalke rúllaði yfir andstæðinga sína og skóp 0-5 sigur á útivelli sem gefur liðinu mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Schalke er með 34 stig eftir 20 umferðir og er aðeins fimm stigum eftir toppliði Darmstadt, fyrrum félagi Guðlaugs Victors.

Aue 0 - 5 Schalke
0-1 S. Terodde ('36)
0-2 A. Vindheim ('38)
0-3 D. Latza ('51)
0-4 D. Latza ('63)
0-5 M. Pieringer ('72)

Rúnar Alex Rúnarsson fékk þrjú mörk á sig í tapi OH Leuven gegn Beerschot í belgíska boltanum.

Leuven tók forystuna snemma leiks en heimamenn í Beerschot voru snöggir að snúa stöðunni sér í hag og unnu að lokum 3-1 sigur. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Beerschot sem er í neðsta sæti, ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Leuven er í neðri hluta deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti og sjö stigum frá umspilssæti fyrir Sambandsdeildina.

Í Hollandi fékk Albert Guðmundsson að spreyta sig síðustu 25 mínúturnar í markalausu jafntefli AZ Alkmaar gegn Cambuur.

AZ var betri aðilinn í leiknum í kvöld en tókst ekki að skora. Liðið er í fimmta sæti eftir jafnteflið, þremur stigum frá Evrópusæti.

Beerschot 3 - 1 OH Leuven
0-1 S. Schrijvers ('8)
1-1 M. Lemos ('24)
2-1 J. Dom ('38)
3-1 J. Van den Bergh ('90)

AZ Alkmaar 0 - 0 Cambuur

Aron Einar Gunnarsson var þá í byrjunarliði Al Arabi sem tapaði 4-2 gegn Santi Cazorla og félögum í toppliði Al-Sadd sem leika undir stjórn Javi Garcia.

Al Arabi er í fimmta sæti deildarinnar, með 23 stig eftir 16 umferðir.

Andri Lucas Guðjohnsen var ónotaður varamaður er varalið Real Madrid gerði jafntefli við Alcoyano í spænsku C-deildinni.

Al-Sadd 4 - 2 Al Arabi
1-0 Santi Cazorla ('7, víti)
1-1 Hamid Ismaeil ('45)
2-1 Hamid Ismaeil ('45, sjálfsmark)
2-2 A. Ilyas ('52)
3-2 A. Afif ('54)
4-2 A. Afif ('83)

Alcoyano 1 - 1 Real Madrid B
0-1 S. Arribas ('51, víti)
1-1 C. Blanco ('81, víti)
Rautt spjald Radu, Real Madrid B ('91)
Athugasemdir
banner
banner