mán 22. febrúar 2021 23:59
Brynjar Ingi Erluson
„Barcelona mun kaupa þrjár ofurstjörnur"
Mynd: Getty Images
Toni Freixa býður sig fram til forseta hjá Barcelona en hann hefur lofað því að kaupa þrjár ofurstjörnur til félagsins ef hann vinnur kosningarnar.

Freixa, sem er lögfræðingur að mennt, er einn af þremur sem berjast um forsetaembættið hjá Börsungum en Victor Font og Joan Laporta eru einnig í baráttunni.

Freixa er stórhuga og ætlar sér að fá þrjár ofurstjörnur til félagsins ef hann vinnur og þá fær hollenski þjálfarinn Ronald Koeman að klára samninginn sem gildir til júní 2022.

„Við höfum verið að vinna að þessu í einhvern tíma núna og ég get sagt að við höfum náð samkomulagi um að fá inn fjárfesti sem mun koma með 250 milljónir evra inn í félagið og í staðinn fær fjárfestingafélagið 49 prósent hlut í Barcelona," sagði Freixa.

„Í sumar munum við kaupa þrjár ofurstjörnur til félagsins. Tvo framherja og einn varnarmann. Það er ómögulegt fyrir Koeman að líka ekki vel við þessa leikmenn. Þetta eru einstakir leikmenn."

Kylian Mbappe og Erling Haaland hafa verið orðaðir við félagið en Freixa vildi þó ekki gefa upp nöfn.

„Við erum með regluverk og það er að tala ekki um leikmenn fyrr en við kynnum þá til leiks," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner