Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 11:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Arsenal vildi spila en við vildum vinna"
Mynd: EPA

Arsenal tapaði fyrri leiknum gegn Porto á útivelli í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Brasilíski miðjumaðurinn Galeno skoraði eina markið í uppbótatíma.


Sergio Conceicao stjóri Porto skaut á leikstíl Arsenal eftir leikinn. Arsenal var rúmlega 60% með boltann en tókst ekki að ná einu skoti á markið.

„Þeir vildu spila, við vildum vinna. Arteta er af Guardiola skólanum sem er þjálfari með flesta titla í heimi. Þeir halda að besta leiðin til að vinna sé að vera meira með boltann en það fer eftir liðinu og leikmönnunum sem þeir hafa," sagði Conceicao.

„Við vorum 40-60 prósent með boltann sem er enginn skandall. Mér var sama að vera 30-70% með boltann og vinna. Það veltur allt á því hvað þú gerir við boltann innan þeirrar stefnu sem er skilgreind til að skora mörk."


Athugasemdir
banner
banner
banner