
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie eins og hún er kölluð, var valin leikmaður ársins í 2. deild í fyrra eftir að hún hjálpaði Fram að vinna deildina.
Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.
Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið í fyrra en hún kemur ekki aftur til félagsins í ár. Hún hefur tekið ákvörðun um að hætta að spila fótbolta.
„Það var mikið sjokk fyrir þau að besti leikmaður liðsins, og besti leikmaður 2. deildar, sé hætt í fótbolta," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum.
„Hún er farin í læknisfræði og ætlar að einbeita sér að því," sagði Mist einnig en hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Sjá einnig:
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Athugasemdir