Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 17:23
Arnar Daði Arnarsson
Miðasala á EM hefst 12. júní
Úr leik Ísland í október.
Úr leik Ísland í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu, UEFA, hef­ur gefið það út að miðasala á úr­slita­keppni Evr­ópu­móts karla 2020 hefj­ist þann 12. júní næst­kom­andi. Eða eftir nákvæmlega þrjár vikur.

Fyrsti miðasölu­glugg­inn er op­inn í mánuð, eða til 12. júlí og verða allir miðar seld­ir í gegn­um miðasölu­vef UEFA.

Úrslita­keppn­in fer fram 12. júní til 12. júlí 2020 og er leik­in í 12 borg­um víðs veg­ar um Evr­ópu. Þátt­tök­uþjóðirnar sem verða 24 geta bú­ist við að leika í eftirfarandi borgum: Amster­dam, Baku, Bil­bao, Búkarest, Búdapest, Kaup­manna­höfn, Dublin, Glasgow, London, München, Róm eða Pét­urs­borg.

Miðasalan fer fram á vef UEFA. Nú þegar er hægt að stofna aðgang að miðasöluvefnum og skrá sig fyrir ýmsum tilkynningum og fréttum. All­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar og svör við al­geng­um spurn­ing­um um miðasöl­una, lyk­ildag­setn­ing­ar, leikstaði, verðflokka, og fleira er að finna á miðasölu­vefn­um. Hann má opna HÉR.

Ísland hef­ur leikið tvo leiki í und­anriðlin­um fyr­ir EM, unnið Andorra en tapað fyr­ir Frakklandi. Næstu leik­ir Íslands eru hér heima gegn Alban­íu 8. júní og gegn Tyrklandi 11. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner