Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 22. maí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG ætlar ekki að gefast upp á Pogba
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gleðilegan lokadag í ensku úrvalsdeildinni. Slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC, er kominn í hús.

Xavi stjóri Barcelona hefur staðfest að félagið er í viðræðum við hinn 33 ára gamla Robert Lewandowski framherja Bayern Munchen og pólska landsliðsins. (Goal)

PSG er að undirbúa loka tilboð í Paul Pogba en Juventus menn eru bjartsýnir á að hann muni skrifa undir þriggja ára samning hjá ítalska félaginu fyrir 10 milljónir punda á ári. (Mail)

Napoli hefur neitað 76 milljón punda tilboði Arsenal í framherjan Victor Osimehn, 23. (Calciomercato)

Newcastle, West Ham og Southampton hafa áhuga á Armando Broja leikmanni Chelsea. AC Milan, Inter og Napoli hafa einnig áhuga á þessum tvítuga Albana. (Goal)

Everton er að undirbúa tilboð í Levi Colwill, 19 ára miðvörð Chelsea sem hefur verið á láni hjá Huddersfield á þessari leiktíð. (Sun)

Tottenham var með njósnara að fylgjast með Filip Kostic sem var í liði Eintracht Frankfurt sem vann Evrópudeildina í vikunni. Tottenham er að undirbúa tilboð sem hljóðar uppá 25 milljónir punda. (Express)

Kylian Mbappe, 23, tilkynnti Florentino Perez, forseta Real Madrid að hann ætlaði að vera áfram hjá PSG í gegnum sms skilaboð. (Express)

Það verður í forgangi hjá Real Madrid að næla í Aurelien Tchouameni, 22, frá Monaco eftir að félagið missti af Mbappe. (Marca)

Liverpool mun bjóða Sadio Mane nýjan samning en mun ekki bjóða honum svaka launahækkun. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum. (Football Insider)

Manchester United ætlar að eyða 80 milljónum punda í árs laun í sumar. (Star)

Nýliðar Fulham í úrvalsdeildinni ætlar að taka spjallið við Nemanja Matic eftir að hann yfirgefur Manchester United í sumar. (Sun)

Fulham er einnig við það að ganga frá kaupum á Thomas Strakosha, 27, albönskum markverði Lazio. (Gianluca di Marzio)

West Ham hefur hækkað tilboð sitt í Emmanuel Dennis sem féll úr úrvalsdeildinni með Watford. (Football Insider)

Tottenham vill fá Fraser Forster en samningur hans við Southampton rennur út eftir tímabilið. Hann er hugsaður sem varamaður fyrir Hugo Lloris. (Athletic)

Newcastle var orðað við franska framherjann Hugo Eketike í janúar. Þessi 19 ára gamli leikmaður Reims sagði að tímasetningin hafi ekki verið rétt en hann vildi ekki yfirgefa félagið á miðju tímabili. (L'Equipe)

Celtic er að skoða það að fá Francisco Ortega, 23, vinstri bakvörð Velez Sarsfield frá Argentínu. (Mail)

Inter Milan vill að Ivan Perisic, 33, samþykki nýjan samning en hann er orðaður við Tottenham, Chelsea og Juventus. (Mail)

Giorgio Chiellini er í viðræðum við Los Angeles FC en hann yfirgefur Juventus í sumar. (Goal)

West Ham íhugar að semja við Kean Lewis-Potter, 21. framherja Hull City. (Star)

Umboðsmaður Josh Windass leikmanns Sheffield Wednesday mun funda með Club Atletico Talleres félagi frá Argentínu en stjóri félagsins er Pedro Caixinha en þeir voru saman hjá Rangers. Argentíska félagið vill fá leikmanninn í sumar. (Cesar Luis Merlo)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að Isco, 30, muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins. (Mail)

Riqui Puig, 22, og Oscar Mingueza, 23, munu yfirgefa Barcelona ásamt Samuel Umtiti og Martin Braithwaite. (Fabrizio Romano)


Athugasemdir
banner
banner
banner