Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mið 22. maí 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle ætlar að krækja í Adarabioyo og Kelly
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newcastle United þarf að styrkja leikmannahópinn sinn en má ekki kaupa nýja leikmenn án þess að brjóta fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Félagið mun því reyna að krækja í leikmenn á frjálsri sölu í sumar og hefur nú þegar fundið tvö skotmörk sem eru líkleg til að skrifa undir samninga á næstu vikum.

Það eru varnarmennirnir Tosin Adarabioyo og Lloyd Kelly sem hafa leikið fyrir Fulham og Bournemouth síðustu ár. Þeir eru báðir að renna út á samningi í sumar og er Newcastle talið leiða kapphlaupið um þá.

Adarabioyo er 26 ára gamall og var meðal bestu leikmanna Fulham á seinni hluta úrvalsdeildartímabilsins á meðan hinn 25 ára gamli Kelly var fastamaður í byrjunarliði Bournemouth þegar hann var heill heilsu.

Ýmis önnur félög hafa verið orðuð við þessa leikmenn en Eddie Howe, þjálfari Newcastle, ætlar að vera fyrri til. Hann vill fyrirbyggja möguleg vandamál eins og áttu sér stað í vetur þegar stór hluti varnarlínunnar var fjarverandi vegna meiðsla.

Sven Botman, Fabian Schär, Jamaal Lascelles og Paul Dummett eru miðverðirnir í leikmannahópi Newcastle og þá getur bakvörðurinn Dan Burn einnig spilað í hjarta varnarinnar. Dummett rennur út á samningi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner