Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júní 2020 11:00
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar - Fullt af HK-ingum
Birkir Valur Jónsson hægri bakvörður HK fagnar marki sínu á laugardaginn.
Birkir Valur Jónsson hægri bakvörður HK fagnar marki sínu á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi var öflugur í sigri FH á ÍA.
Jónatan Ingi var öflugur í sigri FH á ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK-ingar eru í aðalhlutverki í liði 2. umferðar í Pepsi Max-deildinni. 3-0 útisigur gegn Íslandsmeisturum KR vakti mikla athygli og HK á þrjá leikmenn í liði umferðarinnar sem og þjálfara umferðarinnar, Brynjar Björn Gunnarsson.

Markaskorararnir Valgeir Valgeirsson, Birkir Valur Jónsson og Jón Arnar Barðdal eru allir í liðinu sem og markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson.

Margir kantmenn áttu góða umferð og einn þeirra var Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði og átti frábæran leik í sigri FH á ÍA. Daníel Hafsteinsson var góður á miðjunni í þeim leik.

Stjarnan vann flottan 4-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði og lagði upp mark fyrir Garðbæinga í þeim leik.

Kaj Leó í Bartalsstovu skoraði og lagði upp mark í 3-0 sigri Vals gegn nýliðum Gróttu. Sebastian Hedlund átti góðan leik á miðjunni hjá Val í leiknum á Seltjarnarnesi.

Damir Muminovic skoraði sigurmark Breiðabliks gegn Fylki. Damir skoraði með skalla eftir horn og hjálpaði Blikum að halda hreinu.

Mikkel Qvist, varnarmaður KA, var síðan maður leiksins í markalausu jafntefli gegn Víkingi R. á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner