Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júní 2021 02:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Argentína tryggði sig áfram
Mynd: EPA
Argentína var rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í átta-liða úrslit Copa America, Suður-Ameríkubikarsins.

Þeir höfðu betur gegn Paragvæ í frekar bragðdaufum leik. Papu Gomez, leikmaður Sevilla, skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru að detta á klukkuna.

Lionel Messi fékk enga hvíld, hann spilaði allan leikinn fyrir Argentínu sem er á toppi A-riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki. Paragvæ er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Áður en Argentína og Paragvæ mættust, þá áttust Úrúgvæ og Síle við. Þar var niðurstaðan 1-1 jafntefli, en Arturo Vidal jafnaði metin fyrir Úrúgvæ í seinni hálfleik með sjálfsmarki.

Síle er með fimm stig í öðru sæti A-riðils og er Úrúgvæ með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína. Þeir töpuðu fyrir Argentínu í fyrsta leik.

Argentína 1 - 0 Paragvæ
1-0 Papu Gomez ('10 )

Úrúgvæ 1 - 1 Síle
0-1 Eduardo Vargas ('26)
1-1 Arturo Vidal (68, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner