Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. júní 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Málfríður fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum
Málfríður Erna
Málfríður Erna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Erna Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið í gær í fyrsta sinn á sínum ferli! Stjarnan lagði ÍBV, 3-0, í Pepsi Max-deild kvenna. Málfríður er leikmaður Stjörnunnar.

Vakin var athygli á þessari staðreynd á mbl.is í gærkvöldi.

Málfríður Erna er 37 ára gömul og spilar í öftustu línu. Hún hefur leikið 364 leiki með Stjörnunni, Breiðabliki, Val og landsliðinu á sínum ferli.

„Fer fyrir Auði þegar hún er að sparka fram, hennar annað gula spjald," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í textalýsingu frá leiknum í gær. Seinna gula spjaldið kom á 89. mínútu leiksins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 ÍBV


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner