banner
   þri 22. júní 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Segir hollenska sigursöngva ekki setja aukna pressu
Donyell Malen, sóknarmaður Hollands.
Donyell Malen, sóknarmaður Hollands.
Mynd: EPA
Donyell Malen, sóknarmaður Hollands, segist verulega ánægður með hollenska stuðningsmenn sem þegar eru byrjaðir að syngja sigursöngva á EM alls staðar.

Malen spilar fyrir PSV Eindhoven og átti feikigóðan leik í 3-0 sigri gegn Norður-Makedóníu. Holland hefur unnið alla þrjá leiki sína á EM og heldur núna til Búdapest til að spila í 16-liða úrslitum.

Frammistaða hollenska liðsins hefur skapað mikla bjartsýni hjá stuðningsmönnum sem eru farnir að láta sig dreyma um að Holland endurtaki leikinn frá 1988 og vinni mótið.

Á fréttamannafundi var Malen spurður að því hvort það myndi setja meiri pressu á liðið að fólk í stúkunni er byrjað að kyrja sigursöngva?

„Ég er ánægður með að þeir séu að syngja þetta. Þetta er markmið sem við eigum líka að setja okkur, vonandi vinnum við EM," segir Malen sem skoraði 19 mörk í 32 leikjum fyrir PSV í hollensku deildinni á síðasta tímabili.

Þessi 22 ára leikmaður hefur lagt upp tvö mörk á EM og segist vinna gríðalega vel með Memphis Depay.

„Sem leikmenn pössum við vel saman. Hann veit hvað ég get og ég veit hvað hann getur gert. Ég tel samt að við getum orðið enn betri saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner