Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal undirbýr annað tilboð í Raphinha og Tottenham ætlar líka að bjóða
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá fyrr í dag þá hafnaði Leeds United tilboði frá Arsenal í brasilíska vængmanninn Raphinha.

Arsenal hyggst gera annað tilboð og samkvæmt Guardian hefur Tottenham tilkynnt Leeds að tilboð sé væntanlegt frá félaginu. Þá er Chelsea að skoða málin.

Barcelona náði munnlegu samkomulagi við Raphinha fyrir talsvert löng síðan en Leeds vill fá mun hærri upphæð en Börsungar eru tilbúnir að borga.

Það þyrfti líklega 65 milljóna punda boð til að fá Leeds til að selja.

Arsenal tilkynnti í gær um kaup á Fabio Vieira frá Porto fyrir 30 milljónir punda en félagið vill einnig fá Raphinha og landa hans Gabriel Jesus, sem spilar fyrir Manchester City.

Tottenham og Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á Jesus en Arsenal talið líklegasti áfangastaður hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner