Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júní 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðuna - „Gerðum Rosenborg greiða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason á ekki sjö dagana sæla hjá norska félaginu Vålerenga en stuðningsmenn félagsins gagnrýndu leikmanninn harðlega á samfélagsmiðlum eftir 4-3 sigurinn á Brumenddal í kvöld.

Brynjar kom til Vålerenga frá Lecce fyrir tímabilið en norska félagið Rosenborg var einnig í baráttu um hann.

Varnarmaðurinn sterki fékk ekki margar mínútur til að sanna sig hjá Lecce og vonaðist til að þetta skref hans til Noregs myndi hjálpa honum að komast í gang, en það ævintýri hefur þó ekki farið vel af stað.

Hann kom sér í byrjunarlið Vålerenga en liðið hefur spilað langt undir getu á leiktíðinni og var hann settur á bekkinn í síðasta leik gegn Álasundi.

Brynjar mætti aftur inn í liðið í bikarleiknum gegn C-deildarliði Brumenddal í kvöld. Vålerenga lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik og var sett stórt spurningamerki við varnarleik Brynjars í báðum mörkunum.

Vålerenga kom til baka í þeim síðari og hafði sigur en stuðningsmenn félagsins lístu yfir vonbrigðum með frammistöðu hans fyrir félagið.

„Er til listi yfir verstu kaup deildarinnar í norsku úrvalsdeildinni? Brynjar er alla vega með toppsætið þar," segir einn stuðningsmaðurinn.

„Ótrúlegt að Rosenborg hafi verið í baráttu við Vålerenga um Bjarnason. Við gerðum Rosenborg greiða með að fá hann," sagði annar.










Athugasemdir
banner
banner
banner