Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirgefur Atlético Madrid eftir 17 ár
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Saúl Níguez hefur yfirgefið Atlético Madrid eftir sautján ár hjá félaginu.

Saúl var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann gekk í raðir Atlético eftir að hafa verið í akademíu Real Madrid í tvö ár þar á undan.

Saúl lék 70 leiki fyrir varalið Atlético og átti eftir að taka þátt í 427 keppnisleikjum með meistaraflokki. Í dag hefur hann opinberlega yfirgefið félagið.

Hann hefur verið hjá Atlético allan ferilinn, að undanskildum lánstímabilum hjá Rayo Vallecano, Chelsea og Sevilla. Hann spilaði 26 leiki á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn hefur ákveðið að skipta yfir í tyrkneska boltann. Þar mun hann skrifa undir samning við Trabzonspor.

Saúl er með eitt ár eftir af samningi við Atlético en hefur fengið leyfi til að yfirgefa félagið fyrr.

Saúl er 30 ára gamall og spilaði 19 A-landsleiki fyrir Spán á árunum 2016 til 2019. Þar áður var hann algjör lykilmaður upp yngri landsliðin með 60 leiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner