Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves náði samkomulagi um Pubill - „Here we go" á Arias
Arias er lykilmaður í sterku liði Fluminense í Brasilíu.
Arias er lykilmaður í sterku liði Fluminense í Brasilíu.
Mynd: EPA
Pubill í úrslitaleik Ólympíuleikanna með spænska U23 landsliðinu gegn því franska.
Pubill í úrslitaleik Ólympíuleikanna með spænska U23 landsliðinu gegn því franska.
Mynd: EPA
Wolves þurf að styrkja hópinn sinn í sumar eftir að hafa selt tvo helstu lykilmenn sína burt frá félaginu.

Rayan Aït-Nouri var seldur til Manchester City og Matheus Cunha til Manchester United, svo liðinu vantar í það minnsta vinstri bakvörð og sóknarleikmann.

Sóknarleikmennirnir Jörgen Strand Larsen og Fer López hafa verið keyptir inn í sumar og eru fleiri á leiðinni. Jhon Arias er að koma úr röðum Fluminense en hann er 27 ára gamall kantmaður.

Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn á félagaskipti Jhon Arias til Úlfanna, sem hafa einnig náð samkomulagi við Almería um kaup á varnarmanninum Marc Pubill.

Pubill er 22 ára og leikur sem hægri bakvörður. Almería er sagt vilja fá 20 milljónir evra fyrir hann en AC Milan er einnig áhugasamt, ásamt Barcelona.

Börsungar geta þó ekki leyft sér að kaupa leikmanninn og því eru Milan og Wolves einungis eftir í baráttunni. Úlfarnir eru reiðubúnir til að greiða þær 20 milljónir sem Almería vill fá, en Milan er enn í viðræðum við félagið.

Pubill ætlar að leyfa þeim viðræðum að klárast áður en hann skrifar undir samning hjá nýju félagi. Hann vill frekar skipta til Milan heldur en Wolves og er að bíða eftir að ítalska félagið nái samkomulagi við Almería.

Úlfarnir þurfa því að bíða eftir að Milan og Almería ljúki sínum viðræðum áður en þeir geta haldið áfram með félagaskiptin. Ekki nema þeir snúi sér að næsta skotmarki.

Matt Doherty, Pedro Lima og Ki-Jana Hoever geta allir spilað í hægri bakvarðarstöðunni hjá Wolves.
Athugasemdir
banner
banner