Fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem tveir Íslendingar komu við sögu.
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum í þægilegum sigri Malmö á útivelli gegn RFS í Lettlandi. Þar var Daníel Tristan Guðjohnsen ónotaður varamaður.
Malmö sigraði 1-4 og er því í draumastöðu fyrir seinni leikinn í Svíþjóð.
Guðmundur Þórarinsson kom þá inn af bekknum er FC Noah tapaði heimaleik gegn ungverska stórveldinu Ferencvaros. Gummi fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í 1-2 tapi.
Rúnar Alex Rúnarsson var þá utan hóps þegar FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Drita frá Kósovó.
Í öðrum úrslitum dagsins vann Dynamo Kyiv þægilegan sigur á Möltu á meðan Crvena zvezda, Rauða stjarnan frá Belgrad, sigraði í Gíbraltar.
KuPS frá Finnlandi lagði þá Kairat Almaty stórveldið frá Kasakstan að velli.
KuPS 2 - 0 Kairat
1-0 Mohamed Toure ('49 )
2-0 Jaakko Oksanen ('71 )
Lincoln 0 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Bruno Duarte ('30 )
Rautt spjald: Young-woo Seol, Crvena Zvezda ('41)
Noah 1 - 2 Ferencvaros
1-0 Stefan Gartenmann ('36 , sjálfsmark)
1-1 Callum O'Dowda ('44 )
1-2 Barnabas Varga ('49 )
Rautt spjald: Ibrahim Cisse, Ferencvaros ('82)
FC Kobenhavn 2 - 0 Drita FC
1-0 Magnus Mattsson ('69 , víti)
2-0 Magnus Mattsson ('76 , víti)
Hamrun Spartans 0 - 3 Dynamo K.
0-1 Vladyslav Vanat ('13 )
0-2 Vitaliy Buyalskyy ('76 )
0-3 Nazar Voloshyn ('90 )
Pafos FC 1 - 1 Maccabi Tel Aviv
1-0 Mons Bassouamina ('81 )
1-1 Elad Madmon ('90 )
Plzen 0 - 1 Servette
0-1 Samuel Mraz ('13 )
Rigas FS 1 - 4 Malmo FF
0-1 Otto Rosengren ('13 )
0-2 Pontus Jansson ('35 )
1-2 Darko Lemajic ('40 )
1-3 Sead Haksabanovic ('58 )
1-4 Lasse Berg Johnsen ('88 , víti)
Athugasemdir