Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Aston Villa tekur á móti Brentford
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í ensku Championship deildinni í kvöld og gætu tveir íslenskir landsliðsmenn komið við sögu.

Birkir Bjarnason gæti verið í byrjunarliði Aston Villa sem fær Brentford í heimsókn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Birkir kom inn af bekknum í fyrstu umferð en fékk að spreyta sig í byrjunarliðinu viku síðar og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann var aftur í byrjunarliðinu í síðustu umferð og fékk að spila 63 mínútur.

Villa og Brentford eru bæði með sjö stig eftir þrjár umferðir og getur sigurvegari kvöldsins jafnað Leeds og Middlesbrough á toppi deildarinnar.

Jón Daði Böðvarsson gæti þá verið í byrjunarliði Reading sem heimsækir Blackburn, en Reading hefur byrjað tímabilið skelfilega.

Jón Daði er búinn að skora eina mark liðsins á tímabilinu og kom það í 2-1 tapleik í fyrstu umferð. Jón Daði byrjaði inná fyrstu tvær umferðirnar en var settur á bekkinn í síðasta leik.

Hann kom inn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en náði ekki að skora í öðrum 1-0 tapleik Reading í röð.

Leikir kvöldsins:
18:45 Aston Villa - Brentford (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Blackburn - Reading
18:45 Sheffield Wed. - Millwall
18:45 Norwich - Preston
19:00 Stoke - Wigan
19:00 Bolton - Birmingham
Athugasemdir
banner
banner
banner