Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. september 2018 16:08
Gunnar Logi Gylfason
2. deild: Afturelding og Grótta í Inkasso - Höttur niður
Afturelding er deildarmeistari í 2. deild
Afturelding er deildarmeistari í 2. deild
Mynd: Afturelding
Grótta endaði í 2. sæti deildarinnar og spilar í Inkasso deildinni á næsta ári
Grótta endaði í 2. sæti deildarinnar og spilar í Inkasso deildinni á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr leik hjá Gróttu og Hetti. Höttur fer niður í 3. deild.
Úr leik hjá Gróttu og Hetti. Höttur fer niður í 3. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nú er keppni lokið í 2. deildinni og ljóst er að Afturelding og Grótta, liðin sem voru í efstu sætum deildarinnar fyrir umferðina, stóðust pressuna og sigruðu sína leiki og tryggðu þar með sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Á Egilsstöðum tóku Hattarmenn, sem voru í bullandi fallbaráttu, á móti toppliði Aftureldingar.

Leikurinn var jafn til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleikinn komust heimamenn yfir. Þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik sýndu Mosfellingar í hverju þeim býr. Andri Freyr Jónasson, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og sneri stöðunni við. Fyrirliðinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban innsiglaði sigurinn með þrumuskoti fyrir utan teig.

Afturelding þar með deildarmeistari 2. deildar árið 2018. Á sama tíma sendu þeir Hattarmenn niður í 3. deild.

Á Seltjarnarnesi tóku Gróttumenn á móti Hugin, sem voru löngu fallnir. Heimamenn komust yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik.

Heimamenn bættu þremur mörkum við í seinni hálfleik og unnu öruggan 4-0 sigur og tryggðu sér 2. sæti deildarinnar.

Vestri fór til Akraness til að leika gegn Kára. Vestfirðingar áttu möguleika á að komast upp með sigri ef annað hvort Mosfellingar eða Seltirningar misstigu sig.

Káramenn voru 1-0 yfir í hálfleik en eftir rúmar 10 mínútur í seinni hálfleik voru gestirnir búnir að snúa taflinu sér í vil.

Hammed Obafemi Lawal, í liði Vestra, fékk rautt spjald á 71. mínútu en það kom ekki að sök og Vestri með sigur. Það dugði þó ekki og 3. sætið niðurstaðan fyrir Vestfirðinga.

Völsungur átti einnig möguleika á að komast upp eftir að hafa verið dæmdur 3-0 sigur gegn Hugin.

Þeir léku gegn Tindastóli á Sauðárkróki og þurftu að bíða í það súra epli að tapa gegn fallbaráttuliðinu. Heimamenn komust yfir en einum færri jöfnuðu gestirnir.

Heimamenn skoruðu tvö mörk á nokkrum mínútum áður en Völsungur minnkaði muninn í 3-2. Nær komst Völsungur ekki og Tindastóll bjargaði þar með sæti sínu í deildinni.

Í Fjarðabyggðarhöllinni tóki Leiknir F. á móti Víði. Leiknir var í fallsæti fyrir leikinn og þurfi nauðsynlega á sigri að halda en Víðismenn voru öruggir með sæti sitt í deildinni fyrir leikinn.

Heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur og héldu þar með sæti sínu í deildinni.

Á Vogabæjarvelli mættust Þróttur Vogum og Fjarðabyggð þar sem ekkert var undir enda sigldu bæði lið lygnan sjó um miðja deild. Þróttarar voru 2-1 yfir í hálfleik og bættu einu marki við í seinni hálfleik. Þróttarar enduðu í 6. sæti deildarinnar en Fjarðabyggð í því 7. þrátt fyrir að hafa tapað síðustu 5 leikjum sínum.

Höttur 1 - 3 Afturelding
1-0 Daníel Steinar Kjartansson ('22)
1-1 Andri Freyr Jónasson ('55)
1-2 Andri Freyr Jónasson ('75)
1-3 Wentzel Steinarr R Kamban ('85)
Lestu nánar um leikinn

Grótta 4 - 0 Huginn
1-0 Valtýr Már Michaelsson ('9)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('48)
3-0 Arnar Þór Helgason ('69)
4-0 Orri Steinn Óskarsson ('90)
Lestu nánar um leikinn

Kári 1 - 2 Vestri
1-0 Andri Júlíusson ('28)
1-1 Daniel Osafo-Badu ('50)
1-2 Pétur Bjarnason ('56)
Rautt spjald:Hammed Obafemi Lawal, Vestri('71)
Lestu nánar um leikinn

Tindastóll 3 - 2 Völsungur
1-0 Stefan Antonio Lamanna ('20)
1-1 Elvar Baldvinsson ('67)
2-1 Stefan Antonio Lamanna ('72)
3-1 Stefan Antonio Lamanna ('76)
3-2 Sæþór Olgeirsson ('80)
Rautt spjald:Sigvaldi Þór Einarsson, Völsungur ('59)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir F. 3-0 Víðir
1-0 Povilas Krasnovskis ('39)
2-0 Povilas Krasnovskis ('45)
3-0 Almar Daði Jónsson ('63)

Þróttur V. 3-1 Fjarðabyggð
1-0 Elvar Freyr Arnþórsson ('10)
2-0 Jordan Chase Tyler ('25)
2-1 Aleksandar Stojkovic ('40)
3-1 Kian Viðarsson ('65)
Athugasemdir
banner
banner
banner