Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. september 2019 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frankfurt og Dortmund skildu jöfn - Sonur Thuram hetja Gladbach
Marcus Thuram skoraði bæði mörk Gladbach
Marcus Thuram skoraði bæði mörk Gladbach
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho skoraði fyrir Dortmund
Jadon Sancho skoraði fyrir Dortmund
Mynd: Getty Images
Marcus Thuram skoraði bæði mörk Gladbach í 2-1 sigri á Fortuna Düsseldorf í þýsku deildinni í dag. Marcus hefur ekki langt að sækja hæfileika sína á knattspyrnuvellinum.

Kasim Nuhu kom gestunum frá Düsseldorf yfir á 6. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Á 67. mínútu kom Marcus Thuram inná en hann er sonur Lilian Thuram, fyrrum varnarmanns franska landsliðsins.

Marcus jafnaði metin á 74. mínútu og tryggði svo sigurinn á 88. mínútu. Mögnuð innkoma hjá franska sóknarmanninum.

Eintracht Frankfurt gerði á meðan 2-2 jafntefli við Borussia Dortmund. Belgíski miðjumaðurinn Axel Witsel kom Dortmund yfir á 11. mínútu áður en Andre Silva jafnaði metin. Witsel lagði þá upp annað mark Dortmund fyrir Jadon Sancho á 66. mínútu en sjálfsmark frá Thomas Delaney undir lok leiks skyggði á gleði stuðningsmanna Dortmund.

Dortmund og Gladbach eru bæði með 10 stig eftir fimm leiki, Frankfurt með 7 stig og Düsseldorf 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia M. 2 - 1 Fortuna Dusseldorf
0-1 Kasim Nuhu ('6 )
1-1 Marcus Thuram ('74 )
2-1 Marcus Thuram ('88 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Borussia D.
0-1 Axel Witsel ('11 )
1-1 Andre Silva ('43 )
1-2 Jadon Sancho ('66 )
1-3 Thomas Delaney ('88 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner