Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. september 2020 10:15
Innkastið
FH svaraði gagnrýni með sýningu í Árbænum
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Logi og Eiður svara gagnrýninni hjá Arnari Gunnlaugs svona. Koma í Árbæinn og eru með sýningu," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær eftir 4-1 útisigur FH á Fylki.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gagnrýndi leikstíl FH eftir leik liðanna um síðustu helgi.

FH hefur spilað vel eftir að Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við liðinu í júlí. FH er nú í 2. sæti deildarinnar og virðist vera eina liðið sem getur mögulega barist við Val um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ef Eiður og Logi halda áfram vil ég sjá á framhaldandi bætingar á þessu FH liði. Að þetta sé ekki bara skammvinn gleði og uppgangur eftir þjálfaraskipti. Ég vil sjá stöðugleika í Krikanum og þeir sýni áfram að þeir eru FH, stórveldi í íslenska boltanum undanfarin 10-15 ár," sagði Gunnar Birgisson.

Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, var maður leiksins í gær en hann skoraði tvö mörk.

„Með tilkomu Eggerts (Gunnþór Jónssonar) á miðjuna fær hann aðeins meira frjálsræði til að fara framar á völlinn og vera í kringum vítateig andstæðinganna. Ef hann skilar sér í kringum teiginn þá er hann hættulegur því það eru alltaf mörk í honum," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner