Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. september 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ansu Fati snýr líklega aftur eftir 51 leiks fjarveru
Ansu Fati, leikmaður Barcelona.
Ansu Fati, leikmaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Ansu Fati, 18 ára, hjá Barcelona er að snúa aftur eftir að hafa meiðst illa á hné í nóvember í fyrra. Hann hefur misst af 50 leikjum af þeim sökum.

Sú tala hækkar upp í 51 þegar Barcelona mætir Cadiz á fimmtudag en Fati er ekki alveg klár í þann leik. En samkvæmt Sport stefnir í að strákurinn verð með á sunnudag þegsar Barcelona fær Levante í heimsókn á Nývang.

Fati er mættur aftur til æfinga og talið er líklegt að hann fái að koma inn af bekknum fyrir framan stuðningsmenn Barcelona á sunnudaginn.

Fati er einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu og er kominn í treyju númer 10 hjá Barcelona. Meiðsli leikmannsins voru bakslag í þróun hans en vonandi kemst hann sem fyrst aftur á beinu brautina.

Barcelona þarf á frekari sóknargæðum að halda en liðinu hefur ekki vegnað vel í markaskorun að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner