mið 22. september 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þór leitar út fyrir félagið - Túfa og Þorlákur Árnason á lista
Lengjudeildin
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals.
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þórs í leik liðsins gegn Þrótti á laugardag, var til viðtals hér á Fótbolta.net eftir leikinn.

Jón Stefán og Sveinn Elías Jónsson stýrðu liðinu eftir að Orri Freyr Hjaltalín hætti sem þjálfari liðsins.

Nafn Jóns Stefáns er eitt þeirra sem hefur komið upp þegar rætt hefur verið um mögulegan þjálfara Þórs á næsta tímabili. Jón Stefán er íþróttafulltrúi Þórs og var aðstoðarþjálfari Orra í hans þjálfaratíð.

Jón Stefán sagði í viðtali að Þór væri að vinna í þjálfaramálunum.

Hefur þú einhvern áhuga á að vera aðalþjálfari Þórs?

„Ég væri að ljúga ef ég hefði ekki áhuga á því en ég er íþróttafulltrúi hjá félaginu og sé ekki að það myndi ganga upp, ekki nema ég myndi þá hætta hinu. Ég er í góðu starfi og ég hugsa að við leitum út fyrir félagið í þetta skiptið," sagði Jón Stefán í viðtali á laugardag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þór boðið Srdjan Tufegdzic, Túfa, að taka við sem þjálfari liðsins og þá greindi 433.is frá því að félagið væri í viðræðum við Þorlák Árnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner