Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Galatasaray kallar eftir því að FCK refsi Grabara
Kamil Grabara.
Kamil Grabara.
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Galatasaray býst við því að FC Kaupmannahöfn muni refsa markverðinum Kamil Grabara í kjölfarið á hegðun hans í vikunni.

Galatasaray og FCK mættust í vikunni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FCK komst í 2-0 þökk sé Mohamed Elyounoussi og Diogo Goncalves en eftir að Elias Jelert fékk að líta rauða spjaldið hrundi allt niður og gaf það Galatasaray færi á að skora tvö.

„Við áttum skilið að fara með öll þrjú stigin frá þessari skítaholu, en svona er lífið. Við höldum áfram fram veginn," sagði Grabara á Instagram eftir leikinn.

Hann sagði einnig við fréttamann eftir leik að stuðningsmenn Fenerbahce væru háværari.

Kærasta Grabara hefur fengið morðhótanir eftir þessi ummæli markvarðarins en stuðningsmenn Galatasaray eru blóðheitir og tóku alls ekki vel í þetta.

Galatasaray telur að Grabara hafi brotið reglur UEFA með ummælum sínum í kringum leikinn.

„Við búumst við því að félagið frá Kaupmannahöfn, sem við buðum í heimsókn í tvo daga, muni gefa honum viðeigandi refsingu," segir í yfirlýsingu Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner