Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 22. september 2023 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo og Talisca hetjurnar í stórslag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo og Anderson Talisca skoruðu tvennu hvor í svakalegum stórleik í sádí-arabíska boltanum þegar Al-Nassr tók á móti Al-Ahli.


Sadio Mané lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Ronaldo, áður en Aymeric Laporte lagði upp tvöföldunarmarkið fyrir Talisca.

Franck Kessié minnkaði muninn fyrir Al-Ahli áður en Talisca skoraði þriðja mark heimamanna og var staðan því 3-1 í leikhlé.

Riyad Mahrez minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleik en Ronaldo tvöfaldaði forystuna á nýjan leik skömmu síðar, eftir undirbúning frá Talisca sem átti stórleik.

Gestunum í Al-Ahli tókst ekki að minnka muninn aftur þrátt fyrir mikla yfirburði, ekki fyrr en á lokakaflanum þegar Firas Al-Buraikan skoraði eftir undirbúning frá Mahrez. 

Það nægði þó ekki til og urðu lokatölur 4-3. Bæði lið eru með 15 stig eftir 7 umferðir.

Gabri Veiga, Roberto Firmino, Allan Saint-Maximin, Merih Demiral, Roger Ibanez og Edouard Mendy voru í byrjunarliði Al-Ahli á meðan Alex Telles, Marcelo Brozovic og Otavio voru í byrjunarliði Al-Nassr ásamt Mane, Ronaldo, Talisca og Laporte.

Odion Ighalo komst þá á blað í 4-0 sigri Al-Wehda á meðan Andre Gray lagði upp mark í 1-3 tapi Al-Riyadh gegn Abdelhamid Sabiri, Fashion Sakala og félögum í Al-Feiha.

Al-Nassr 4 - 3 Al-Ahli
1-0 Cristiano Ronaldo ('4)
2-0 Anderson Talisca ('17)
2-1 Franck Kessie ('30)
3-1 Anderson Talisca ('45)
3-2 Riyad Mahrez ('50, víti)
4-2 Cristiano Ronaldo ('52)
4-3 Firas Al-Buraikan ('87)

Al-Riyadh 1 - 3 Al-Feiha

Al-Wehda 4 - 0 Abha

Al-Akhdoud 0 - 1 Al-Khaleej


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner