Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurningar vakna um framtíð Cocu
Phillip Cocu, stjóri Derby.
Phillip Cocu, stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Spurningar hafa vaknað um framtíð Phillip Cocu með Derby County í ensku Championship-deildinni.

Derby hefur farið þetta tímabil afar illa af stað og er liðið aðeins með þrjú stig eftir sex leiki í deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Huddersfield á þriðjudagskvöld.

Cocu, sem er fyrrum landsliðsmaður hjá Hollandi, tók við Derby í júlí í fyrra eftir að Frank Lampard var ráðinn til Chelsea. Derby hafnaði í tíunda sæti á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn.

Mel Morris, eigandi Derby, segir í samtali við Telegraph að Cocu sé með stuðning þrátt fyrir slakt gengi, en í fótbolta það oft ekki á gott að fá stuðningsyfirlýsingu sem knattspyrnustjóri.

Derby á leik gegn erkifjendum sínum í Nottingham Forest á föstudag. Wayne Rooney verður ekki með Derby þar vegna þess að hann er í sóttkví. Það er skarð fyrir skyldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner