Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. október 2021 11:32
Fótbolti.net
Tíu mestu vonbrigðin í enska til þessa
Manchester United er efst á vonbrigðalistanum.
Manchester United er efst á vonbrigðalistanum.
Mynd: Getty Images
Leikgleðina vantar hjá Leeds.
Leikgleðina vantar hjá Leeds.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Football365 hefur sett saman lista yfir tíu mestu vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni til þessa, þegar átta umferðum er lokið. Þar trónir Manchester United á toppnum ólíkt stöðunni í deildinni.

Listinn er settur saman til gamans, og svona rétt áður en einhverjir verða brjálaðir þá teljum við að valið í áttunda sæti sé tilraun til gríns og glens!

1) Manchester United
„Solskjær sjálfur er reyndar ekki vonbrigði því hann er að standa sig nákvæmlega eins og við var búist."

2) Leeds
„Hvort þetta sé 'annars tímabils heilkenni' eða ekki þá er allavega ljóst að Leeds er ekki að hafa jafn gaman og á síðasta tímabili."

3) Raheem Sterling
„Geggjaður fyrir England í sumar en er nú kominn aftur í það að vera í aukahlutverki fyrir Manchester City."

4) Arsenal
„Eftir tvö ár af 'Treystið verkefninu' þá er ekki hægt að sjá á hvaða leið verkefnið er eða hreinlega hvert verkefnið er."

5) Harry Kane
„Sigurinn gegn Newcastle í síðustu umferð færði okkur fyrsta deildarmark Kane á tímabilinu."

6) Romelu Lukaku
„Það virðist vera furðulega erfitt að vera sóknarmaður hjá Chelsea."

7) Norwich
„Ekkert sem bendir til þess að sigur sé handan við hornið hjá nýliðunum."

8) Mohamed Salah
„Í nokkrum leikjum á þessu tímabili hefur honum mistekist að skora heimsklassa undramörk sem gera tilkall til að verða mark tímabilsins. Gegn Burnley, sem ekkert getur, skoraði hann ekki einu sinni mark. Áhyggjuefni fyrir leikmann sem var á síðasta tímabili í þeirri flóknu stöðu að vera bæði sagður óumdeildanlega besti leikmaður heims og einnig sá vanmetnasti."

9) Jannik Vestergaard
„Það var búist við því að með komu til Leicester myndi hann stíga upp í betra liði en það hefur ekki gerst."

10) Joe Willock
„Eftir átta mörk á 980 mínútum fyrir Newcastle á síðasta tímabili hefur hann ekki komið að neinu marki á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner