Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 10:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Forest og Liverpool: Fimm breytingar hjá Klopp - Trent á bekknum
Byrjar á bekknum í dag.
Byrjar á bekknum í dag.
Mynd: EPA
Carvalho og Firmino eru í byrjunarliðinu.
Carvalho og Firmino eru í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA

Tólfta umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 11:30 en þá mætast Nottingham Forest og Liverpool.


Forest er nýliði í deildinni en liðinu hefur gengið illa á þessari leiktíð og vermir það botnsætið. Gestirnir frá Liverpool hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Forest er einungis með sex stig en liðið náði þó að halda hreinu í síðasta deildarleik sínum gegn Brighton en honum lauk með markalausu jafntefli. Liverpool hefur unnið tvo sigra í röð sem hafa báðir endað 1-0.

Steve Cooper, stjóri Forest, gerir tvær breytingar frá jafnteflisleiknum gegn Brighton. Kouyate og Awoniyi koma inn fyrir þá Mangala og Johnson.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir alls fimm breytingar á sínu liði sem vann West Ham í miðri viku.

James Milner, Andy Robertson, Fabinho, Jones og Elliot kom allir inn en út fara Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold, Kostas Tsimikas, Jordan Henderson og Thiago.

Nunez er meiddur á læri svo hann er ekki í leikmannahópnum í dag.

Forest: Henderson, Williams, Cook, McKenna, Aurier, Freuler, Yates, Kouyate, Lingard, Gibbs-White, Awoniyi.
(Varamenn: Hennessey, Biancone, Worrall, Mangala, Surridge, Johnson, Dennis, Boly, Lodi.)

Liverpool: Alisson, Milner, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Jones, Elliot, Carvalho, Salah, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Clark, Bajcetic, Phillips, Alexander-Arnold.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner