Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 22. október 2022 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Casemiro jafnaði í uppbótartíma
Mynd: EPA

Chelsea 1 - 1 Man Utd
1-0 Jorginho ('87, víti)
1-1 Casemiro ('94)


Ítalski miðjumaðurinn Jorginho hélt hann hefði gert eina mark leiksins er Chelsea mætti Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina stærsta hluta fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora þar sem Antony og Marcus Rashford klúðruðu góðum færum.

Það var meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en heimamenn í Chelsea gerðu sig sjaldan hættulega. Trevoh Chalobah skallaði í slána eftir hornspyrnu og svo fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu á lokamínútunum. Scott McTominay gerðist þá brotlegur innan vítateigs og skoraði Jorginho örugglega af vítapunktinum.

Það stefndi allt í svekkjandi tap fyrir Rauðu djöflana sem neituðu þó að gefast upp og lögðu allt í sóknina. Sá sóknarþungi skilaði sér í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Casemiro skallaði fyrirgjöf Luke Shaw í netið með frábærum skalla úr erfiðu færi. Kepa náði að setja hönd í boltann en þaðan fór hann í stöngina og lak svo nokkra millimetra yfir marklínuna.

Ekki hægt að segja annað en að Man Utd hafi verðskuldað þetta jöfnunarmark og áfram aðeins eitt stig sem skilur þessi lið að í baráttunni um Meistaradeildarsæti. 

Chelsea er í fjórða sæti með 21 stig og Man Utd í fimmta sæti með 20 stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner