Það voru ekki margir sem bjuggust við sigri Nottingham Forest þegar Liverpool kíkti í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Nýliðarnir unnu þó 1-0 og komu sér um leið af botni deildarinnar. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var svekktur að leikslokum enda höfðu hans menn unnið þrjá leiki í röð fyrir daginn í dag.
„Ég er eins lágt niðri og hægt er að vera," sagði Klopp eftir tapið. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá er þetta er gríðarlegt högg, ég skil engan veginn hvernig okkur tókst að tapa þessum leik.
„Við vildum koma hingað og ná í þrjú stig og hefðum átt að gera það undir eðlilegum kringumstæðum."
Liverpool er 11 stigum eftir toppliði Arsenal, sem á leik til góða á morgun, og er að glíma við mikið af meiðslavandræðum. Thiago Alcantara vaknaði með eyrnasýkingu í morgun og þá voru Luis Diaz, Joel Matip, Naby Keita, Ibrahima Konate og Darwin Nunez þegar fjarverandi vegna meiðsla.
„Við erum búnir að spila þrjá mjög erfiða leiki á innan við viku og ekki með allan leikmannahópinn til taks. Því er ekki hægt að breyta, við verðum að þrauka í gegnum þetta. Við áttum að klára sóknirnar okkar betur í dag.
„Nottingham Forest er frábært lið og Steve Cooper frábær stjóri en við þurftum að vinna hérna í dag."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 2 | +2 | 3 |
2 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Bournemouth | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 | 4 | -2 | 0 |