Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 22. október 2022 11:20
Aksentije Milisic
Potter styður ákvörðun Ten Hag varðandi Ronaldo

Graham Potter, stjóri Chelsea, styður Erik ten Hag með ákvörðun hans að refsa Cristiano Ronaldo, leikmanni Man Utd.


Eins og flestir vita þá neitaði Ronaldo að koma inn á gegn Tottenham í miðri viku og gekk inn til búningsherbergja þegar leikurinn var enn í gangi.

Ten Hag bannaði Ronaldo að æfa með aðalliðinu í þrjá daga og þá verður hann ekki í hópnum gegn Chelsea á eftir. Félagið sektaði þá Portúgalann einnig.

„Ten Hag tók ákvörðun og stóð við hana, það er það sem þú verður að gera. Félagið studdi ákvörðun hans einnig” sagði Potter þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir leik.

„Ég veit ekki alla söguna svo það er erfitt fyrir mig að tjá mig mikið um þetta mál en þú verður að taka ákvörðun sem er best fyrir liðið til lengri tíma. Ef þú heldur að það sé rétt að gera þetta svona þá verðuru að gera það.”

Chelsea og Man Utd mætast á Stamford Bridge klukkan 16:30 í dag.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner