Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   lau 22. október 2022 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Varane fór grátandi af velli

Franski miðvörðurinn Raphael Varane var í byrjunarliði Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í dag.


Varane átti flottan leik en þurfti að fara meiddur af velli á 60. mínútu þegar staðan var enn markalaus.

Meiðslin gætu verið alvarleg þar sem varnarmaðurinn virðist hafa slitið vöðva við að teygja sig í boltann.

Ljóst er að Varane var í miklum sársauka sem varð til þess að hann felldi tár, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Victor Lindelöf tók stöðu Varane í varnarlínunni og stóð sig sómasamlega.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner